Þegar neyðarlögin svokölluðu voru sett voru ekki allir sannfærðir um að þau stæðust ákvæði stjórnarskrár, því með þeim var röð kröfuhafa í þrotabú stóru bankanna þriggja breytt. Hæstiréttur batt enda á þær deilur með dómi í októberlok í ár þegar hann komst að þeirri niðurstöðu að svokölluð heildstöðuinnlán skyldu teljast forgangskröfur í þrotabúin.

Hæstiréttur staðfesti einnig að neyðarlögin stæðust EES-samninginn og Mannréttindasáttmála Evrópu. Þar með var ljóst að heimilt var að gera innistæður að forgangskröfum og þar með er einnig ljóst að hægt verður að byrja að greiða Bretum og Hollendingum úr þrotabúi Landsbankans í samræmi við Icesave-samkomulagið.