Héraðsdómur Reykjavíkur telur ekki að skuldbindingar tíu félaga Margeirs Péturssonar, stofnanda EA fjárfestingarfélags, áður MP Banka, tveggja í stjórn félagsins og eins í varastjórn eigi að telja sem sameiginlega áhættu í rekstri. Fjármálaeftirlitið hafði áður komist að þeirri niðurstöðu að skuldbindingar félaga mannanna gagnvart EA fjárfestingarfélagi upp á tæpa 6,4 milljarða króna hafi numið 126% af eigin fé bankans og lög verið brotin um áhættuskuldbindingar.

EA fjárfestingarfélag var áður MP banki. Við kaup nýrra eigenda á rekstri bankans var nafninu breytt í EA fjárfestingarfélag.

Fjármálaeftirlitið hafði áður lagt fimmtán milljóna króna stjórnvaldssekt á EA fjárfestingarfélag vegna þess sem eftirlitið taldi lögbrot.

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur