Héraðsdómur Reykjavíkur
Héraðsdómur Reykjavíkur
© AFP (AFP)
Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði á þriðjudag kröfu Guðrúnar Helgu Brynleifsdóttur hrl., skiptastjóra GH1, áður Capacent, um að fá lögbann á notkun á vörumerkinu Capacent. Var því fyrst og fremst hafnað á þeim grundvelli að riftun á þeim viðskiptum fóru fram, þegar eignir gamla Capacent voru færðar yfir á nýja kennitölu, skömmu áður en félagið var gefið upp til skipta. Efnahagsbrotadeild RLS hefur færslu á eignum Capacent til nýs félags nú til rannsóknar, eftir kæru Íslandsbanka þar um.