Tveir stórir bandarískir byssusmásalar hafa hert reglur um byssukaup í verslunum sínum í kjölfar skotárásarinnar í Flórída um miðjan febrúar en skólinn þar sem árásin fór fram opnaði aftur í dag. Sautján létust í árásinni en BBC greinir frá .

Dick‘s Sporting Goods sem rekur meira en 600 verslanir sagðist ekki ætla að selja árásarrifla (e. assault rifle) í búðum sínum og lögðu stuðning sinn við endurskoðun byssulöggjafar að því gefnu að þær samræmdust almenna skynsemi.

Þá sagðist Walmart einnig ætla hækka lágmarksaldur til þess að kaup skotvopn í 21 ár en keðjan er stærsti skotvopnasali í Bandaríkjunum.