Vinnumálastofnun mun á morgun, föstudaginn 31. október, opna fyrir rafræna umsókn um atvinnuleysisbætur.

Í frétt frá stofnuninni segir að unnið hafi verið að undirbúningi þess síðustu vikur og verði skráningarformið sett upp á vef stofnunarinnar til prufu á morgun. Vonast  er til að það komst í fulla virkni strax í næstu viku.

Umsækjendur um atvinnuleysisbætur geti þar með skráð sig á vef Vinnumálastofnunar en þurfi eftir sem áður að afla nauðsynlegra vottorða og fylgigagna, skila þeim inn á næstu þjónustuskrifstofu innan 14 daga og skrifa undir umsóknina til að hún verði tekin til afgreiðslu.