Hildur Sverrisdóttir hdl. hef­ur tekið sæti Gísla Marteins Baldurssonar í borgar­stjórn Reykjavíkur, í kjölfar ákvörðunar Gísla Marteins um að færa sig úr pólitíkinni í fjölmiðla. Það var í síðasta mánuði en Hildur sat sinn fyrsta borgarstjórnarfund 1. október síðastliðinn. Með komu henn­ar í Ráðhúsið urðu konur í borgar­stjórn fleiri en karlar, í fyrsta sinn síðan 1994.

Hildur starfaði hjá fjölmiðlaveldi 365 frá 2007 til 2012, sem regluvörður og lengst af sem lögfræðingur. Samhliða störfum sínum hjá 365 var Hildur varaborgarfulltrúi eftir sveitarstjórnarkosningarnar 2010.

Í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir þær kosningar lenti Hildur í 9. sæti og settist því í 4. varaborgarfulltrúasæti. Á kjörtímabilinu hefur hún setið sem aðalmaður í umhverfis- og skipulagsráði.

Nánar er fjallað um Hildi í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum tölublöð .