Hildur Sverrisdóttir
Hildur Sverrisdóttir
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Hildur Sverrisdóttir borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, hefur ákveðið að bjóða sig fram í 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins þann 16. nóvember næstkomandi. Sveitarstjórnarkosningar eru næsta vor.

Hildur segir m.a.:

„Ég býð mig fram í forystusæti því að ég tel að þannig geti ég best orðið að liði við að tryggja áhrif sjálfstæðisstefnunnar á stjórn borgarinnar. Í þessu prófkjöri er mikilvægast að stillt sé upp öflugum lista sem hefur burði til vera í meirihluta á næsta kjörtímabili. Gallinn við núverandi meirihluta er að hann er stefnulaus, með óskýr markmið og enga forgangsröðun. Stefnumótun er færð of mikið yfir á embættismannakerfið sem veldur því að reikningurinn til að láta enda ná saman er alltof oft sendur borgarbúum. Svo oft reyndar að á kjörtímabilinu hafa skattar og gjöld á meðalfjölskyldu í Reykjavík hækkað um sem nemur matarinnkaupum hennar í hálft ár. Reykvíkingar eiga þá kröfu að kerfið hugsi inn á við, forgangsraði og minnki við sig en brúi ekki fjárhagsgatið með að taka af ráðstöfunartekjum borgarbúa.“