Í gær greindi Hillary Clinton, fyrrverandi forsetafrú, öldungardeildarþingmaður og utanríkisráðherra Bandaríkjanna, frá því að hún hyggðist bjóða sig fram til forseta landsins í kosningunum 2016.

Þetta er í annað sinn sem Clinton býður sig fram til forsetaembættisins, en hún lét í lægra haldi fyrir Barack Obama í kosningunum 2008.

Clinton sagði að venjulega Bandaríkjamenn skorti einhvern til að berjast fyrir þeirra hagsmunum og að hún yrði slíkur baráttumaður.