Framkvæmdir við kaþólsku kirkjuna Sagrada Familia í Barcelona, hófust árið 1882. Kirkjan hefur því verið í byggingu í 142 ár.

Nú berast þær fréttir frá Barcelona að stefnt sé að verklokum eftir tvö ár og að þá verði kirkjan opnuð. Þar með er ekki öll sagan sögð því Katalónarnir ætla að taka sér allt til ársins 2034 til að klára skúlptúra og skrautmuni sem munu verða á og innan kirkjunnar.

Sagrada Familia er án vafa þekktasta byggingin í Barcelona enda skoða milljónir ferðamanna hana á hverju ári. Kirkjan var hönnuð af arkitektinum Antoni Gaudí en hann fæddist í bænum Riudoms, skammt vestur af Barcelona. Frá árinu 1915 og til æviloka árið 1926, helgaði hann sig alfarið byggingu kirkjunnar. Árið 2010 helgaði Benedikt páfi 16. kirkjuna og útnefndi hana sem basilíku.

© Ómar Óskarsson (Ómar Óskarsson)

Eitt helsta kennileiti Reykjavíkur er Hallgrímskirkja. Framkvæmdir við hana hófust árið 1946 og lauk á 200 ára afmæli Reykjavíkur, árið 1986. Hallgrímskirkja var teiknuð af Guðjóni Samúelssyni og er kennd Hallgrím Pétursson prest og eitt mesta sálmaskáld þjóðarinnar.

Turn Hallgrímskirkju er 74,5 metra hár en til samaburðar er turn Sagrada Familia 172,5 metrar.