Fasteignamarkaðurinn hefur mikið verið til umræðu á undanförnum misserum. Nú hafa stimpilgjöld verið afnumin af fyrstu fasteign, auk þess sem Kaupþing og Íbúðalánasjóður hafa lækkað vexti á nýjum lánum.

Ungu fólki og í raun öllum þeim sem vilja kaupa fasteign hefur ekki reynst það auðvelt á undanförnum mánuðum.

Skilyrði til fasteignakaupa hafa verið erfið og þar af leiðandi hafa margir leitað út á leigumarkaðinn. Leiguverð er nú töluvert hátt, og erfitt að finna góða þriggja herbergja eign sem er leigð á innan við 140 þús krónur á mánuði á almennum markaði.

______________________________________

Nánar er fjallað um málið í helgarblaði Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .