Hindranir í vegi kvenna verða til umræðu í næstu viku þegar Íslandsbanki og Ungar athafnakonur efna til fundar fimmtudaginn 1. október næstkomandi.

Hallbjörn Karlsson fjárfestir verður meðal fyrirlesara og mun þar fjalla um aukið vægi kvenna. Ásamt Hallbirni verða Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar, Birna Ósk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Símanum, og Una Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka, með framsögu.

Tilgangur fundarins verður að miðla reynslu og ræða hvað hefur breyst á undanförnum árum. Fundurinn er liður í fundaröð Íslandsbanka í tilefni af 100 ára kosningaafmæli kvenna.

Fundarstjóri verður Edda Hermannsdóttir, samskiptastjóri Íslandsbanka.