Hækkun varð á Bandaríkjamarkaði annan daginn í röð. Það sem helst veldur er betri afkoma JPMorgan bankans en búist hafði verið við auk þess sem lækkun olíuverðs gaf fyrirtækjum á neytendamarkaði byr undir báða vængi.

Nasdaq vísitalan hækkaði í dag um 1,2%. Dow Jones hækkaði um 1,8% og Standard & Poor´s hækkaði um 1,2%.

Olíuverð lækkaði í dag um 3,6% og kostar tunnan nú 129,8 Bandaríkjadali.