Hlutabréf í Asíu hækkuðu nokkuð í dag, eða um 0,8% samkvæmt DJ Asia-Pacific vísitölunni. Hækkunin stafaði af væntingum um að aðgerðir ríkisstjórna víða um heim myndu ýta undir hagnað fyrirtækja, að því er segir í frétt Bloomberg.

Markaðurinn í Japan hækkaði um 0,8%, um 2,2% á Indlandi, 4,4% í Singapúr og 1,2% á Tævan. Hlutabréf lækkuðu hins vegar um 2,3% í Sjanghæ og um 0,8% í Hong Kong.