Flestir hlutabréfamarkaðir í Evrópu hækkuðu í dag. Hækkunin í Bretlandi nam hálfu prósenti, fjórðungi úr prósenti í Frakklandi og Þýskalandi, en hækkunin innan OMX kauphallarinnar á Norðurlöndum var óveruleg eða 0,01%. Í Noregi, sem er utan við OMX, lækkuðu hlutabréf hins vegar um fimmtung úr prósenti.

Verðbólga á evrusvæðinu hækkaði í 3,1% í nóvember vegna hækkandi verðs á mat og orku, að því er segir í WSJ. Lufthansa áformar að kaupa JetBlue fyrir um 300 milljónir dala, en viðskiptin munu eiga sér stað áður en flugfrelsissamningurinn (e. open skies) á milli Evrópusambandsins og Bandaríkjanna tekur gildi snemma næsta árs. Þá stendur Microsoft frammi fyrir samkeppniskæru frá vafraframleiðandanum Opera Software, sem reynir að ná því fram að Internet Explorer vafrinn verði skilinn frá Windows stýrikerfinu.