Hlutabréf í Asíu hækkuðu í dag þegar olíuverð lækkaði aftur eftir að hafa náð meðhæð fyrr um daginn. Koparverð hækkaði sem olli hækkun bílframleiðenda, orkufyrirtækja og hrávöruframleiðenda.

MSCI Kyrrahafs vísitalan hækkaði í dag um 0,4%. Í Japan stóð Nikkei vísitalan í stað, líkt og Hang Seng vísitalan í Hong Kong. Í Singapúr lækkaði Straits vísitalan um 0,5%.

Í Kína lækkaði CSI 300 vísitalan um 3,7%.