Asísk hlutabréf hækkuðu í verði í dag, en MSCI Asia Pacific vísitalan hafði hækkað um 2% kl. 1.55 í Tókýó og Nikkei 225 vísitalan í Japan um 3,2%. Raftækja- og málmframleiðslufyrirtæki hafa hækkað mest, að sögn Bloomberg vegna bjartsýni um að hagnaður tæknifyrirtækja standi af sér kólnun í Bandaríkjunum annars vegar og hins vegar vegna þess að gullverð náði methæðum.