Hlutabréf hækkuðu í Evrópu í dag og líkt og í Asíu virðist jafnvægi í olíuverði auka tiltrú fjárfesta á fjármálamörkuðum að því er Reuters fréttastofan greinir frá.

FTSEurofirst 300 vísitalan hækkaði um 0,2 en hefur lækkað um 0,4% frá síðustu mánaðarmótum.

Í Lundúnum lækkaði FTSE 100 vísitalan aftur á móti um 0,2% og í Sviss lækkaði SMI vísitalan um 0,4%.

Í Amsterdam hækkaði AEX vísitalan um 0,4%, í Frankfurt hækkaði DAX vísitalan um 0,6% og í París hækkaði CAC 40 vísitalan um 0,8%.

Þá hækkaði OMXC vísitalan í Kaupmannahöfn um 1,3% og í Osló hækkað OBX vísitalan um 1,5%.