Hækkun varð á Bandaríkjamarkaði þriðja daginn í röð í dag, en fyrir henni fóru framleiðslu- og fjármálafyrirtæki. Hagvöxtur vestan hafs var umfram væntingar greiningaraðila á 2. ársfjórðungi og höfðu tíðindi af honum góð áhrif á markaði í dag.

Nasdaq vísitalan hækkaði um 1,2% í dag. Dow Jones hækkaði um 1,8% og Standard & Poor´s hækkaði um 1,5%.

Olíuverð lækkaði um 2,0% í dag og kostar tunnan nú 115,8 Bandaríkjadali.