Hlutabréf hækkuðu í Bandaríkjunum í dag, fjórða daginn í röð, eftir að fjárfestingafélag auðkýfingsins Warren Buffet tók yfir sælgætisfyrirtækið Wrigley, í samningi upp á 23 milljarða Bandaríkjadala.

Einnig keypti fjárfestirinn Kirk Kerkorian 4,7% hlut í Ford, næststærsta bílaframleiðanda Bandaríkjanna, og hyggst kaupa meira.

Nasdaq vísitalan hækkaði í dag um 0,06%, Dow Jones lækkaði um 0,16% og Standard & Poor´s lækkaði um 0,11%.

Olíuverð hækkaði lítillega í dag, um 0,22% og er nú 118,78 Bandaríkjadalir á tunnu.