New York stock exchange
New York stock exchange
© Aðrir ljósmyndarar (VB MYND)
Hlutabréf Standard og Poor's 500 vísitölunnar hafa ekki verið ódýrari í 26 ár, sé litið til markaðsverðs bréfanna sem hlutfall af hagnaði fyrirtækjanna. Samkvæmt könnun Bloomberg fréttastofu meðal 9000 sérfræðinga munu hagnaður fyrirtækja verða 18% meiri en hann var í fyrra, samkvæmt meðaltali svara sérfræðinganna. Aukinn hagnaður hefur þó ekki komið í veg fyrir verðfall og hefur vísitalan lækkað um 6,8% síðan 29. apríl sl.

Í frétt Bloomberg segir að stýrivaxtahækkun í Kína, áhyggjur vegna mögulegs greiðslufalls Grikklands og 600 milljarða dala innspýting bandaríska seðlabankans hafi þurrkað út nærri allar hækkanir á árinu. Einn þeirra sérfræðinga sem Bloomberg ræðir við segir að markaðurinn sé í dag ekki tilbúinn að greiða fyrir hagnað í framtíðinni.