Hlutabréf í Evrópu hækkuðu mikið í dag. Mest hækkuðu hlutabréf banka.

Í Þýskalandi hækkuði hlutbréf Commerzbank mest, eða um 13,9% og bréf Deutshce Bank hækkuðu um 13,5%.

Í Frakklandi hækkuðu bréf Societe Generale mest, um 16,81%. Bréf BNP Paribas hækkuðu um 14,15% og Credit Agricole hækkaði um 13,1%.

Hækkanirnar voru minni annars staðar en á Ítalíu hækkuðu hlutabréf Banca Populara um 12,6%. Hlutabréf Ubi Banca hækkuðu um 7,14% og UniCredit um 6,86%.

Í Bretlandi hækkaði Barclays bankinn um 7,98% og Royal Bank of Scotland (RBS) um 6,11%

Á Spáni hækkaði Banco Santander um 4,39% og Caixbank um 2,41%.

Í Svíþjóð hækkuðu bréf Nordea um 9,89.

Commerzbank í Þýskalandi.
Commerzbank í Þýskalandi.
© Gunnhildur Lind Photography (Gunnhildur Lind Photography)
Commerzbank hækkaði mest allra hlutabréfa í DAX vísitölunni í Þýskalandi, um 13,9%.