Viðskipti í Kauphöllinni námu alls 8.927 milljónum króna í dag. Mest voru viðskipti með hlutabréf fyrir um 3.619 milljónir en viðskipti með ríkisbréf námu 2.717 milljónum.

Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,4% og var í lok dags 3.875,02 stig. Mest voru viðskipti með hlutabréf Íslandsbanka eða alls fyrir um 1.231 milljón. Síðasta viðskiptagengi var 12,40 og lækkuðu bréfin um 10 punkta eða 0,8%. Þá voru viðskipti með bréf KB banka fyrir tæplega 980 milljónir og hækkuðu bréfin lítillega eða um 0,6%.