Hlutabréfamarkaðir hríðlækkuðu í Asíu í morgun og hafa nú að sögn Bloomberg ekki verið lægri í rúm fimm ára. Hvað varðar lækkanir dagsins er helst um að kenna minni útflutningi frá Japan að sögn Bloomberg.

MSCI Kyrrahafs vísistalan lækkaði um 5,1% og hefur nú lækkað um 9,5% í þessari viku.

Í Japan lækkaði Nikkei vísitalan um 6,9%, í Hong Kong lækkaði Hang Seng vísitalan um 4,4% og í Kína lækkaði CSI 300 um 3,8%.

Í Singapúr lækkaði Straits vísitalan um 3,1% og í Ástralíu lækkaði S&P 200 vísitalan um 4,2%.