Hlutabréfamarkaðir í Bandaríkjunum lækkuðu við opnun markaða nú í morgun. Dow Jones lækkaði um sem nemur 1,5% og S&P 500 lækkaði einnig um 1,5%. Samsetta Nasdaq vísitalan lækkaði um 1,6%.

Hlutabréfamarkaðir í Evrópu lækkuðu líka í dag. Stoxx 600 lækkaði um 1,7% en lækkanir í fyrirtækjum sem starfa í hrávörugeiranum lækkuðu mest.

Þessar lækkanir koma í kjölfarið á lækkun á heimsmarkaðsverði á olíu, en olíuverð lækkaði um 3,8% og er nú 34,6 dalir á tunnuna. Þetta er í fyrsta sinn sem olíuverð fer niður fyrir 35 dali á tunnuna síðan árið 2004. Heimsmarkaðsverð á kopar lækkaði einnig í dag.

Áhyggjur af nýsprengdri vetnissprengju Norður-Kóreu og stöðu efnahags Kínverja gætu einnig hafa haft áhrif á fjárfesta, en samkvæmt nýjum tölum þá dró úr vexti í þjónustuiðnaði í Kína desember.