Verð á hlutabréfum í olíufélaginu BP hækkaði um 4,3% í morgun eftir að The Daily Mail sagði frá því að Royal Dutch Shell, samkeppnisaðili BP, íhugi yfirtökutilboð í félagið. Segir að þegar olíulekinn í Mekíxóflóa hófst hafi Shell íhugað að taka yfir BP.

Hlutabréfaverð í BP hefur ekki verið hærra í sex mánuði. Shell féll þó frá þessum áformum sínum vegna ótta við lagalegar skuldbindingar BP vegna lekans. Segir í frétt Daily Mail að Shell gæti hugsanlega enn boðið í félagið ef fleiri aðilar koma að borðinu.