Framkvæmdarstjórn flugvélaframleiðandans EADS, sem á um 80% hlut í Airbus, hefur hlotið mikla gagnrýni eftir að tilkynnt var um frekari tafir á afhendingu á nýjum Airbus A380 risaþotum.

Áætlað er að tafirnar muni kosta fyrirtækið um 2 milljarða evra (191 milljarð króna) til árins 2010.

Við fréttirnar hríðféllu hlutabréf í fyrirtækinu, en þau höfðu fallið 32% um hádegi á miðvikudag, eða niður í 8,22 evrur. Markaðsvirði fyrirtækisins hefur nú lækkað um helming síðan í mars.

Hlutabréfahrunið kom til eftir tilkynningu frá flugfélaginu Emirates að þeir hyggðust endurskoða viðskipti sín við fyrirtækið, en Emirates á pantaðar 43 A380 þotur og er stærsti viðskiptavinur EADS.

Fleiri flugfélög eiga inni pöntun hjá EADS og munu þau líklega sækjast eftir skaðabótum frá fyrirtækinu eða jafnvel draga pantanir til baka.