Hlutabréf í ítalska bílaframleiðandanum Fiat (i. Fabbrica Italiana Automobili Torino) lækkuðu mikið í Kauphöllinni í Mílanó í dag.

Bankar hafa leitt lækkanir undanfarna daga  en Fiat lækkaði mest þeirra félaga sem eru í FTSE MIB vísitölunni í dag, eða um 8,43%.

Þrátt fyrir lækkunina í dag hafa hlutbréf Fiat hækkað um 42,65% síðustu 12 mánuði.