Gengi hlutabréfa á Evrópumarkaði hefur lækkað nokkuð í morgun eftir að Alþjóðabankinn kynnti nýja hagspá sína fyrir þetta og næsta ár.

Alþjóðabankinn lækkaði þannig hagspána á heimsvísu og telur að hagvöxtur á þessu ári verði töluvert minni en hann hafði spáð síðasta sumar.

Við tíðindin lækkaði FTSE vísitalan í London um 2,58%. Dax vísitalan í Frankfurt hefur líkað lækkað í viðskiptum dagsins eða um 1,34%. Þá hefur CAC vísitalan í Frakklandi lækkað um 1,5%.

Þá hafa hlutabréfavísitölur í Bandaríkjunum einnig lækkað frá opnun markaða vestanhafs núna áðan. Dow Jones vísitalan hefur lækkað um 1,02% og Nasdaq um 1,13% það sem af er degi.