Allar helstu hlutabréfavísitölur í Evrópu hafa lækkað talsvert í morgun, utan Dax vísitölunnar í Þýskalandi sem stendur nánast í stað og IBEX á Spáni sem hefur hækkað um rúmt eitt prósent.

Lækkanir má rekja til stjórnmálaóvissunnar í Grikklandi. Evrópusambandið og AGS ákváðu í gærkvöldi að halda eftir einum milljarði evra af næstu greiðslu á neyðarláninu til landsins vegna ástandsins í stjórnmálalífinu þar í landi.

Grikkland fær því 4,2 milljarða evra greidda í dag í stað 5,2 millj. evra.