Hlutabréf í London hafa lækkað eilítið eftir hækkanir undanfarna daga. Fjárfestar hafa áhyggjur af því hvort takist að ná samningnum um neyðarlán í gegnum gríska þingið. Ef samningurinn er ekki samþykktur munu bankar Grikklands líklega falla og landið gæti þurft að yfirgefa evruna.

FTSE 100 í London lækkaði um 0,08% í morgun rétt eftir opnun markaðar, CAC-40 í Frakklandi lækkaði um 0,07%. Mestu áhrifin voru í Þýskalandi þar sem Dax lækkaði um 0,34%.

Fyrr í dag höfðu asískir hlutabréfamarkaðir hækkað. Nikkei í Japan hækkaði meðal annars um 1,5%.