Flestir hlutabréfamarkaðir í Asíu lækkuðu í dag og nam lækkunin 0,5% samkvæmt DJ Asia-Pacific vísitölunni. Markaðurinn í Japan var lokaður vegna frídags. Í Sjanghæ lækkuðu hlutabréf um rúm 4%, í Hong Kong um 1,6%, og í Singapúr um 1,5%. Lítilsháttar hækkun var í Ástralíu.

Ástæða lækkunarinnar í Asíu er að sögn Bloomberg fréttaveitunnar sú, að fram hafi komið frekari merki um að alþjóðlega lánsfjárkreppan muni draga úr hagnaði fjármálafyrirtækja. Mun þetta hafa vegið þyngra en hækkun hjá olíuframleiðendum.