Hlutabréf í Asíu lækkuðu um 2,9% í dag samkvæmt DJ Asia Pacific vísitölunni. Markaðurinn í Japan lækkaði um 4% og í Hong Kong um 5,1%. Þessi lækkun, sem stafar áhyggjum af efnahagsástandinu í Bandaríkjunum og Japan, kemur í kjölfar mikillar hækkunar fyrir helgi. Áhyggjurnar valda því að fjárfestar leita í öruggara skjól í ríkisskuldabréfum, segir í frétt Reuters.

Dollarinn lækkaði aðeins á móti evru, en í vikunni verður vaxtaákvörðunarfundur í bandaríska seðlabankanum þar sem búist er við að vextir verði lækkaðir frekar eftir mikla lækkun í fyrri viku.

Olían lækkaði aftur niður í 90 dollara fatið.