Hlutabréf hafa lækkað í Evrópu í dag það sem af er degi. Þannig hefur FTSEurofirst 300 vísitalan lækkað um 1,2% í dag. Það eru helst tölvu- og hugbúnaðarfyrirtæki sem leiða lækkanir dagsins. Dow Jones tæknivísitalan hefur lækkað um 2,8% í dag en þýska fyrirtækið ASML hefur lækkað um 5,3% og Infineon hefur lækkaði um 6,9%.

Þá hafa bankar einnig lækkað en BNP hefur lækkaði um 1,5%, Royal Bank of Scotland hefur lækkað um 3,2% og Barclays um 3,5%.

Í Lundúnum hefur FTSE 100 vísitalan lækkað um 0,8%, í Frankfurt hefur DAX vísitalan lækkað um 1,1% og í Amsterdam hefur AEX vísitalan lækkað um 0,8%. Þá hefur CAC 40 vísitalan í París lækkað um 1%.

Í Kaupmannahöfn hefur OMXC vísitalan lækkað um 0,7% og OBX vísitalan í Osló hefur lækkað um 1,4%.