Gengi hlutabréfa Marel féll um 4,35% nú síðdegis í Kauphöllinni og bréf Icelandair Group um 3,08%. Gengisfallið dró Úrvalsvísitöluna niður um 2,39%. Velta með hlutabréf Marel nema tæpum 190 milljónum króna og viðskipti með bréf Icelandair Group tæpum 140 milljónum króna. Gengi Marel rétti lítillega úr kútnum eftir klukkan 15 og nam gengislækkunin þá 2,8%

Gengi hlutabréfa beggja félaga hefur hækkað talsvert upp á síðkastið.

Á sama tíma hefur gengi bréfa Haga lækkað um 0,8% og bréf stoðtækjafyrirtækisins Össurar um0,49%.