Lækkanir á gengi hlutabréfa í stærstu kauphöllum heimsins urðu til þess að styrkja verulega gengi jensins gagnvart 16 helstu myntum á gjaldeyrismörkuðum í gær, sökum aukins áhættuflótta fjárfesta. Gengi lágvaxtamynta, eins og jensins og svissneska frankans, styrktist mest gagnvart hávaxtamyntum á borð við ástralska dalinn, íslensku krónuna og nýsjálenska dalinn, þar sem minnkandi áhættusækni fjárfesta varð til þess að draga úr eftirspurn eftir vaxtamunarviðskiptum.

Íslenska krónan hafði veikst um ríflega fjögur prósent gegn japanska jeninu og tæplega þrjú prósent gagnvart svissneska frankanum þegar markaðir lokuðu í gær.

Nánar í Viðskiptablaðinu í dag.