Gengi hlutabréfa á Asíumörkuðum á Asíumörkuðum hækkaði í morgun eftir fimm daga lækkunarhrinu. NIKKEI 225 vísitalan hækkaði um 1,2%, SSE vísitalan í Shanghai um 2% og Hang Seng vísitalan í Hong Kong hækkaði um 2,1%.

?Hækkunin náði einnig til Evrópu þegar markaðir þar opnuðu þó hækkunin væri ekki eins mikil og í Asíu. Flestar stærstu hlutabréfavísitölur Evrópu höfðu hækkað um 0,5%-1,0% í dag þegar þetta er skrifað. Ofangreind hækkun á hlutabréfamörkuðum nær þó enn ekki að vega upp lækkunarhrinu undanfarna fimm daga.

Íslenski hlutabréfamarkaðurinn hefur einnig hækkað í dag en hann tók ekki eins stóra dýfu í síðustu viku og flestir aðrir hlutabréfamarkaðir. Íslenski hlutabréfamarkaðurinn er aðeins 2% lægri en hann var fyrir viku en flestar helstu hlutabréfavísitölur heims hafa lækkað um 4%-9% á þessu tímabili,? segir greiningardeild Glitnis.