Hlutabréfaverð í kauphöllunum á Norðurlöndunum hefur hækkað myndarlega í morgun eftir mikla lækkun í gær, að sögn greiningardeildar Glitnis. Úrvalsvísitalan hefur þó einungis hækkað um 0,34%, samkvæmt upplýsingum frá Kauphöllinni.

?Hækkunin í morgun er almenn og ekki bundin við einstakar atvinnugreinar. Aðalvísitölur kauphallanna hafa hins vegar allar lækkað umtalsvert á síðustu vikum eftir góða byrjun á fyrstu mánuðum ársins," segir greiningardeild Glitnis.

Gengi hlutabréfa í Finnlandi, Noregi og Svíþjóð hefur hækkað um 2% í morgun, mælt í heimamynd.

?Svo virðist sem um einskonar leiðréttingu sé að ræða frá því í gær. Olíuverðshækkun á helstu mörkuðum í morgun hefur stutt við hækkunina í Noregi," segir greinigardeildin.

Hlutabréf í Kauphöllinni í Kaupmannahöfn hafa hækkað um 1,4%.

"Hlutabréfaverð í Kauphöllinni í Osló hefur hækkað mest það sem af er ári, eða um 9,5% en þar hækkaði hlutabréfaverð mjög myndarlega í byrjun árs. Ávöxtunin í Kauphöllinni í Helsinki hefur verið talsvert lakari, eða 3,0% það sem af er ári. Hlutabréfaverð í Kauphöll Íslands hefur hækkað um 1,9% á árinu. Hlutabréfaverð í Kauphöllinni í Kaupmannahöfn (-7,6%) og Stokkhólmi (-4,9%) hefur lækkað umtalsvert undanfarnar vikur og er ávöxtunin neikvæð frá áramótum," segir greiningardeildin.

Þá bendir greiningardeildin að hlutabréfavísitölurnar í kauphöllum Norðurlanda hækkuðu í öllum tilfellum yfir 30% en mest á Íslandi eða um 65%.