Hlutabréfaverð í Kauphöllinni í Noregi hefur hækkað mest af hlutabréfavísitölum í kauphöllum Norðurlandanna og nemur hækkunin 16%, mælt í heimsmynd, frá árámótum, segir greiningardeild Glitnis.

Sú hækkun er að stórum hluta til vegna olíuverðshækkana en auk þess hafa hlutabréf í laxeldisfyrirtækjum hækkað mikið vegna afurðaverðsþróunar undanfarnar vikur.

Hlutabréf í Kauphöllinni í Helsinki hafa einnig hækkað mikið, eða um 14% frá áramótum.

Hlutabréfaverð í kauphöllum í Svíþjóð hafa hækkað um 10% og Íslenska kauphöllin hefur hækkað um 9%, segir greiningardeild Glitnis.

Slökust hefur ávöxtunin verið í Kauphöllinni í Kaupmannahöfn, hlutabréf þar hafa hækkað um 4% frá áramótum.

Líklegt er að hlutabréfaverð breytist talsvert í seinnihluta apríl og byrjun maí þegar uppgjörstímabil fyrir fyrsta ársfjórðung hefst.

Til upprifjunar hækkuðu hlutabréfavísitölurnar í kauphöllunum á Norðurlöndunum mjög myndarlega á árinu 2005, í öllum tilfellum yfir 30% en mest á Íslandi eða um rétt ríflega 60%, segir greiningardeild Glitnis.