Verð hlutabréfa í Bank of America hafa hækkað um 19%frá því í gær, mest hefur hækkunin farið upp í 22% í dag. Verðið er nú 8,31 dollarar en í gær var verðið 6,99 dollarar. Hækkunin má rekja til þess að fjárfestirinn og milljarðamæringurinn Warren Buffet hefur tilkynnt að hann muni kaupa hlutabréf í bankanum fyrir fimm milljarða dollara. Upphæðin nemur um 570 milljörðum íslenskra króna.

Í september 2008 keypti Warren Buffet hluti fyrir 5 milljarða dollara í Goldman Sachs og hafði það ekki áhrif til hækkunar á hlutabréfaverði bankans.