Hlutabréfavísitala Gamma lækkaði um 3% í vikunni og náði 0,6% hækkun í dag ekki að hífa hana upp. Heildarveltan í vikunni nam 4,1 milljarði króna sem er um 822 milljónir króna á dag.

Fram kemur í samtekt Gamma yfir viðskiptin í vikunni að Í vikunni var lítils háttar hækkun á Skuldabréfavísitölunni, sú verðtryggða stóð í stað og óverðtryggða hækkaði um 0,1%. Meðal dagsvelta í vikunni var 4,4 milljarðar króna, þar af 1,5 milljarðar. með verðtryggt og 2,9 milljarðar með óverðtryggt. Í dag hækkaði skuldabréfavísitala Gamma þó um 0,1% í 1,1 milljarðs króna viðskiptum. Verðtryggði hluti vísitölunnar hækkaði um 0,1% í 200 milljóna króna viðskiptum og Óverðtryggði hluti vísitölunnar hækkaði um 0,1% í 900 milljóna króna viðskiptum.

Engin viðskipti voru með skuldabréf í Vísitölu fyrirtækjaskuldabréfa Gamma í dag en hún hækkaði lítillega í vikunni í lítilli veltu eða 314 milljóna viðskiptum samtals.