Hlutbréf á Wall Street féllu rétt fyrir lokun í kvöld. Dow Jones féll um 1,3% í dag, eftir að hafa hækkað um 2,5% þar til klukkutíma fyrir lokun markaða kl. 20.

Vísitalan hækkaði um 442 punkta í byrjun dags og endaði með að lækka um 205 punkta í lok dags.

S&P lækkaði um 1,4% og Nasdaq lækkaði um 0,4%. Hækkunin í byrjun dags kom til vegna lækkunar á stýrivöxtum í Kína.

Ed Cowart hjá Eagle Asset sjóðastýringarfélaginu segir í samtali við Wall Street Journal í kvöld að fjárfestar séu áhyggjufullir vegna Kína „Það er mikil óvissa vegna Kína. Fólk er frekar áhyggjufullt.“