Hluthafafundur Icelandic Group í gær samþykkti heimild til stjórnar félagsins um að auka hlutafé um allt að kr. 2.000.000.000, tvo milljarða króna.

Samþykkt var að víkja frá forgangsrétti hluthafa til að skrifa sig fyrir hlutafjáraukningunni. Útboðs gengi hluta og sölureglur ákveður stjórnin í samræmi við V. kafla hlutafélagalaga nr. 2/1995. Heimild þessa skal stjórnin nýta í einu lagi eða hlutum innan 3 ára frá samþykkt hennar segir í tilkynningu til Kauphallar.