Greiningardeild Kaupþings telur að fyrirhuguð 30 milljón evra (3,3 milljarðar króna) hlutafjáraukning Icelandic Group sé skamm góður vermir, komi ekki til verulegs viðsnúnings í rekstri félagsins. Hún telur að vænt vaxtagjöld nemi hátt í 40 milljónum evra á næsta ári.

Eiginfjárhlutfall í árslok var komið niður í 16,6%, segir greiningardeild Glitnis, og vaxtaberandi skuldir námu 515 milljónum evra í árslok. „Reksturinn þarf að batna umtalsvert mikið til þess að fjárfestar sýni félaginu áhuga," segir greiningardeildin.

Stjórn Icelandic Group mun leggja þessa hlutafjáraukningu fyrir aðalfund félagsins. Finnbogi Baldvinsson, forstjóri Icelandic Group, segir það fela í sér sterk skilaboð til markaðarins. „Með þessu er stjórn félagsins að sýna með áþreifanlegum hætti að hún stendur heilshugar á bak við þau áform sem uppi eru um einföldun á rekstri félagsins. Þetta er líka traustsyfirlýsing á þau markmið sem sett hafa verið fram um hagnað af rekstri á árinu 2009," segir hann í fréttatilkynningu.