Ákveðið var að hækka hlutafé í einkahlutafélaginu KSÍ – íslensk knattspyrna ehf. um rúmar 143 milljónir króna. Þetta var gert með því að Knattspyrnusamband Íslands hefur lagt niður kröfur á hendur félaginu að andvirði 143 milljóna króna í skiptum fyrir hlutafé. Eftir hækkunina nemur hlutafé félagsins 143,6 milljónum króna.

Þetta kemur fram í tilkynningu KSÍ – íslensk knattspyrna ehf. til hlutafélagaskrár sem skilað var inn í lok janúar á þessu ári. Samkvæmt síðasta birta ársreikningi KSÍ – íslensk knattspyrna ehf. var helsta eign félagsins hlutur í KSÍ ehf. KSÍ ehf. rekur og leigir út skrifstofuhúsnæði við Laugardalsvöll.