Hluthafar í bandaríska tæknirisanum Apple hafa tapað um 250 milljörðum Bandaríkjadala á aðeins þremur mánuðum vegna mikilla lækkana á hlutabréfum félagins.

Gengi félagsins hefur aldrei verið hærra en 19. september 2012, fór þá í 702. Þegar stutt er í opnun markaða á Wall Street er gengið 467.

Það fór lægst í gærkvöldi í kringum 460 í kjölfar birtingar á uppgjöri fyrir 1 ársfjórðung eins og vb.is greindi frá .  Þrátt fyrir mun meiri sölu á Iphone og Ipad stóð hagnaðurinn í stað sem þýðir að félagið á erfitt með að halda uppi álagningunni.

Tap hluthafanna er svipað og verg landsframleiðsla Finnlands árið 2011. Fróðlegt verður þróun hlutabréfaverð Apple í dag.