Hlutbréf móðurfélags American Airlines ,AMR sem tilkynnti um greiðslustöðvun fyrr í dag, hafa lækkað um 80% á Wall Street í dag. Enn eru þrír tímar til lokunar í kauphöllinni í New York.

Í byrjun október var hávær orðrómur á Wall Street að gjaldþrot vofði yfir flugfélaginu.  Þá lækkuðu hlutbréf félagins um 33% en réttu nokkuð úr sér dagana á eftir eftir að forsvarsmenn félagins höfðu borið fréttir þess efnis til baka.

Greiðslustöðvun AMR hefur nein áhrif á flug flugfélagins.

Flugvélar American Airlines.
Flugvélar American Airlines.