Þeim óskráðu eignum sem eru illseljanlegar um þessar mundir vegna aðstæðna á mörkuðum hefur fjölgað í bókum fjárfestingabankanna á Wall Street. Hlutfallið hjá Goldman Sachs jókst um helming á fyrsta fjórðungi.

Stærstu bankarnir á Wall Street hafa tilkynnt að hlutfall illseljanlegra eigna í efnahagsreikningi þeirra hafi aukist á fyrsta fjórðungi. Mest var aukningin hjá Goldman Sachs, þeim fjárfestingabanka sem náði að sleppa með skrekkinn vegna hrunsins á markaðnum með undirmálslán.

Um er að ræða svokallaðar þriðja stigs eignir (e. Level 3 assets) á bókum bankanna en undir þann flokk falla óskráðar eignir og fjármálagjörningar sem erfitt er að verðleggja þar sem markaður með þær er ekki fyrirliggjandi.

Skuldabréfavafningar sem innihalda undirmálslán falla undir þennan flokk en eins og kemur fram í frétt Bloomberg- fréttaveitunnar þá eru fjármálagjörningar nánast verðlausir. Í þennan flokk falla einnig fjármálagjörningar á borð við lán til skuldsettrar yfirtöku og skuldabréfa sem viðskipti eiga sér sjaldan stað með.

_____________________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .