Nærri 100% hluthafa á hluthafafundi Stork NV í gær samþykktu sölu Stork Food Systems til Marel. Í Vegvísi Landsbankans segir að þessi samþykkt sé ekki bindandi þar sem kaup Marel á Stork Food Systems voru háð þremur fyrirvörum eins og greint var frá þegar samkomulagið var kynnt í lok nóvember.

Niðurstaða fundarins eykur þó mjög líkur á að yfirtökutilboð London Acquisition N.V. (Candover) í aðra hluta Stork gangi eftir. Þá er aðeins eftir að fá samþykki samkeppnisyfirvalda og álit starfsmannaráðs Stork. Þangað til verða Marel og Stork Food Systems hvort um sig rekin sjálfstætt, eins og segir í vegvísi Landsbankans.