Hluthafar í stærstu bandarísku fyrirtækjunum munu samtals fá um 1.000 milljarða dala í formi kaupa á eigin bréfum og arðgreiðslna. Í frétt Financial Times segir að í fyrra hafi hluthafar fengið samtals 903 milljarða dala, þar af 350 milljarða arðgreiðslur og 553 milljarða í kaupum fyrirtækja á eigin bréfum.

Undanfarin fjögur ár hafa arðgreiðslur aukist að meðaltali um 14% á ári og er gert ráð fyrir því að þessi þróun haldi áfram, sem myndi þýða aðrgreiðslur upp á um 400 milljarða í ár. Goldman Sachs spáir því að kaup á eigin bréfum muni nema um 604 milljörðum dala og lítur því allt út fyrir að í fyrsta sinn muni þessar tvær tölur saman lagðar fara yfir 1.000 milljarða dala.