Fjárfestum sem eiga skráð hlutabréf í Kauphöll Íslands fer fækkandi eins og kemur fram í stjórnarskýrslum þeirra hlutafélaga sem eru með skráð hlutabréf í Kauphöll Íslands. Í samantekt sem birtist í MP molum, sem gefnir eru út af MP Fjárfestingabanka, kemur fram að almennum hluthöfum þessara félaga fækkaði um 3.474 á milli áranna 2003 og 2004. Heildarfjöldi hluthafa skráðra félaga hefur fækkað úr 116.417 í 112.943 sem er 9,5% fækkun á milli ára.

Eins og fram hefur komið í greinum hér á síðunni og almennum fréttum þá hefur hlutabréfaverð íslenskra hlutafélaga hækkað mikið á síðustu tveimur árum, hagnaður skráðra félaga hefur aldrei verið meiri og arðgreiðslur hafa aukist. Á sama tíma er eignarhald almennra fjárfesta komið á færri hendur eins og sjá má í töflunni hér fyrir neðan.